Góð húsráð eru alltaf vel þegin og ef um þrif er að ræða er ekki verra ef hægt er að nota heimatilbúin efni við þrifin.
Þrjár góðar aðferðir
Hér eru þrjár góðar aðferðir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda matarsóda – en eins og margir vita þá virðast notkunarmöguleikar hans nærri óþrjótandi.
Allir þeir sem eru með viftu í eldhúsinu hjá sér kannast við það hversu skítugar síurnar verða og hve erfitt getur verið að þrífa þær og ná fitunni burt. En hér erum við með gott ráð við því.
Önnur aðferðin snýr að erfiðum blettum á húsgögnum, mottum og teppum. Og sú þriðja að árangursríkum þrifum á fúgum á flísum.
Síurnar í viftunni
Settu vatn í vel stóran pott og láttu vatnið sjóða.
Bættu síðan matarsóda út í og leggðu síurnar svo í pottinn (ef þú átt ekki stóran pott má færa heitt vatnið í lítinn bala).
Leyfðu þeim að liggja í vatninu í góðan tíma, allt upp í hálftíma.
Taktu þær upp og þrífðu og þurrkaðu.
Erfiðir blettir
Blandaðu ediki, sódavatni, uppþvottalegi og örlitlum sítrónusafa saman í spratubrúsa.
Hristu þetta vel saman.
Sprautaðu síðan á erfiða bletti á teppum, mottum og húsgögnum.
Fúgur á flísum
Blandaðu matarsóda, sítrónusafa, ediki og smá vatni saman í skál.
Hrærðu þetta saman og notaðu síðan á fúgurnar á flísum. Gott er að nota tannbursta til að skrúbba fúgurnar.
Þessa blöndu er líka hægt að nota á sturtugler og flísar.