Það er gjarnan talað um að hjónabandið sé vinna. Við getum öll tekið undir það að einhverju leyti. Allir þurfa hið minnsta að rækta garðinn sinn.
Engu að síður eru það samt þrír ákveðnir þættir sem hreinlega geta gert kraftaverk fyrir sambandið og þá skiptir engu máli hvar þið eruð stödd í sambandinu.
Hvort sem sambandið gengur ekki sem best eða allt gengur að óskum þá geta þessi þrjú atriði breytt aðstæðum og hjálpað til við að færa hjónabandið á næsta stig.
Hér eru þessi þrjú einföldu atriði
Hrós
Með því að hrósa hvort öðru minnið þið ykkur stöðugt á að þið eruð til staðar fyrir hvort annað. Ein stærsta ástæðan fyrir því að fólk gengur í hjónaband er sú að það finnur einstakling sem það er tilbúið að eyða ævinni með. Manneskju sem þú getur átt raunveruleg og alvöru samskipti við og manneskju sem styður þig þegar þú þarfnast stuðnings.
Sambandsráðgjafinn Terri Orbuch segir: „Hrós spilar stórt hlutverk í samskiptum maka. Þau hjálpa, styrkja og hvetja.“ Hún talar líka um að hlutir eins og að haldast í hendur geti fært ótrúlega hamingju í hjónabandið, því þegar þessir litlu hlutir komi allir saman skapa þeir mikilvægan part í stóra samhenginu. Hún mælir því með að hjón hrósi hvort öðru og sýni stuðning og geri þá hluti sem eru góðir fyrir hjónabandið þegar til lengri tíma er litið.
Samskipti
Talið um allt milli himins og jarðar.Talið um sambandið ykkar og lífið en sjáið til þess að þessi samtöl séu uppbyggileg. Orbuch mælir með að hjón taki sér 10 mínútur á hverjum degi til að tala um allt annað en fjölskylduna, vinnuna heimilshaldið eða sambandið. Stundum er það ekki það mikilvægasta í heimi að ræða rafmagnsreikninginn. Stundum er alveg nauðsynlegt að tala um lífið og rilveruna og njóta bara samvista við hvort annað því það tengir ykkur.
Hvernig sem þið lifið ykkar lífi verið bara viss um að passa upp á samskipti ykkar, passið upp á að tala saman. Það er það sem leiðir til heiðarleika, trausts og ástríðu
Byrgið brunninn áður en þið dettið í hann
Síðast en ekki síst er nauðsynlegt fyrir hjón að vera á tánum í sínu sambandi og byrgja brunninn áður en þau detta í hann. Þannig koma þau í veg fyrir að þau staðni.
Margir kvarta yfir leiða, stöðnun og tilbreytingarleysi í sínu hjónabandi og þess vegna mælir Orbuch með því að hjón séu dugleg að breyta til, fara á stefnumót og finna nýja og spennandi hluti til að gera saman. Annars eiga þau á hættu að falla í þessa þurru daglegu rútínu sem oft er erfitt að komast út úr. Breytingarnar þurfa alls ekki að vera stórvægilegar en þær þurfa samt að vera þannig að þær hristi upp í norminu svo eftir því sé tekið af báðum aðilum.
Einfalt
Þetta er í raun einfalt. Sjáið til þess að hjónaband ykkar sé heilbrigt og hafið fyrir því að hugsa fram í tímann og skipuleggja eitthvað spennandi saman. Þannig gerið þið sambandið lifandi og skemmtilegt og fallið ekki rútínugildruna sem mörg hjónabönd eru í.