Peter þjáist af áfallastreituröskun og hefur átt afar erfitt með að aðlagast lífi sínu eftir að hann sneri heim frá herþjónustu í Afganistan fyrir þremur árum síðan.
Móðir hans ákvað að færa honum snemmbúna jólagjöf, sem gæti verið einmitt það sem Peter vantar.
Í pakkanum sem hún færði honum leyndist hvolpur, en sýnt þykir að hundar séu einstaklega góðir í því að hjálpa einstaklingum með áfallastreituröskun.
Þetta er myndband sem kallar fram tár – þar sem gleði Peters er svo einlæg þegar hann sér litla hvolpinn.
Fallegt fyrir jólin ♥