Við sem erum komin eitthvað áleiðis á fimmtugsaldurinn þekkjum kvikmyndina Dirty Dancing vel. Mörg okkar hafa horft á hana oftar en við þorum að viðurkenna.
En eftir öll þessi ár er samt ýmislegt sem við vitum ekki enn um myndina.
Hér eru skemmtilegar staðreyndir fyrir allra hörðustu aðdáendur.
1. Patrick Swayze varð að sannfæra Jennifer Grey um að þiggja hlutverkið
Þau höfðu nefnilega leikið saman í myndinn Red Dawn en kom ekki vel saman á meðan á upptökum stóð, sem var ástæðan fyrir því að Jennifer var næstum búin að hafna hlutverkinu sem Baby í myndinni.
2. Eftir að tökur á Dirty Dancing hófust áttu þau samt sem áður erfitt með samvinnuna
Það vita það ekki margir, en í atriðinu sem Johnny virðist vera hundpirraður á dansæfingu með Baby, þá var hann í alvörunni svakalega pirraður á því að hún fór alltaf að hlæja. Þetta atriði var gert aftur og aftur þar til framleiðendurnir ákváðu að nota þessa útgáfu.
3. Sagan var innblásin af lífi handritshöfundarins Eleanor Bergstein
Eleanor sem sjálf var kölluð Baby ólst upp í Brooklyn og faðir hennar var læknir. Fjölskyldan heimsótti sumardvalarstaðinn Catskills á sumrin. Og hún lærði að dansa í heimapartýum.
4. Sarah Jessica Parker fór í áheyrnaprufur fyrir hlutverk Baby í myndinni
Sérðu hana fyrir þér í því hlutverki í myndinni? Ein af þeim sem fór líka í áheyrnaprufur var leikkonan Sharon Stone. Svo hefur komið fram að Val Kilmer hafi veirð boðið hlutverk Johnny en hann hafnaði því sem varð til þess að Swayze var boðið hlutverkið sem hann þáði.
5. Myndin átti ekki að fara í bíóhús
Eftir að myndin hafði verð prufusýnd, áður en hún var gefin út, voru framleiðendurnir að íhuga að setja hana ekki í bíó, heldur beint á VHS þar sem prufu áhorfendum fannst myndin ekki góð. Maður vill eiginlega ekki hugsa þá hugsun til enda.
6. Dansatriðið í lok myndarinnar þar sem Johnny lyftir Baby upp var aldrei æft
Jennifer var svo hrædd við þetta atriði og neitaði að æfa það fyrirfram og það var látið eftir henni. Þau voru bara svo heppin að þau negldu þetta í einni töku þegar að stóra deginum kom.
7. Atriðið í ánni var tekið upp í ísköldu vatni
Þetta atriði var tekið upp í október þannig að vatnið var ískalt. Það var ekki hægt að nota neina töku af leikurunum í nærmynd þar sem varirnar á þeim voru bláar.
8. Laufblöðin voru spreyjuð græn í sama atriði
Eins og áður kom fram var atriðið í ánni tekið í október þegar farið var að hausta og laufin á trjánum farin að gulna. Þeir sem sáu um sviðsmyndina tóku sig til og spreyjuðu laufin græn því að myndin gerist um sumar.
9. Swayze reyndi að láta klippa út áhrifamestu setninguna úr myndinni
„Nobody puts Baby in a corner“ – eða enginn setur Baby út í horn. Hann hataði þessa setningu. En hann viðurkenndi það síðar eftir að hann horfði á myndina í heild sinni að þessi setning hefði ekki mátt vanta.
10. Swayze voru boðnar sex milljónir dollara fyrir að leika í framhaldsmynd Dirty Dancing sem hann hafnaði
Ástæðan var sú að hann einfaldlega fílaði ekki gera framhaldsmyndir. Samt sem áður tók hann að sér lítið aukahlutverk í endurgerð á myndinni Dirty Dancing: Havana Nights sem kom út árið 2004.
Þessi samantekt birtist á www.womansday.com
Sigga Lund