Með réttum og skjótum viðbrögðum má bjarga einstaklingi sem fengið hefur heilablóðfall. Það er því afar mikilvægt að kunna að bregðast við og vita hvað á að gera.
Einkenni
Talið er að læknar geti í mörgum tilfellum opnaða stíflaða æð, sé um blóðtappa að ræða, komi sjúklingur á bráðamóttöku innan þriggja tíma frá upphafi einkenna.
Einkenni sjúklings geta verið dofi eða lömun í annarri hlið líkamans. Þau geta verið bundin við handlegg, hönd, fótlegg eða náð yfir alla hliðina.
Önnur einkenni geta t.d. verið taltruflanir eins og óskýrmæli og erfiðleikar við að finna rétt orð eða mynda setningar, skyntruflanir, skert sjón og erfiðleikar við að borða og kyngja.
Vandamálið felst því miður alltof oft í því að fólk er ekki fært um að bera kennsl á einkennin og því kemst sjúklingurinn ekki undir læknishendur innan þessara tímamarka.
En góðu fréttirnar eru þær að það geta allir lært að bera kennsl á heilablóðfall/slag – og með því að kunna að beita þessum þremur einföldu ráðum má bjarga mannslífi.
Þessi þrjú einföldu ráð eru
1. Að biðja manneskjuna um að hlæja.
2. Að biðja manneskjuna að lyfta báðum handleggjum.
3. Að biðja manneskjuna um að segja eina einfalda setningu (eitthvað sem er í samhengi, eins og t.d. „það er kalt í dag“.
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvað af þessu er mikilvægt að hringja strax í 112 og lýsa einkennunum.
Endilega deilið þessu áfram svo allir geti lært að bera kennsl á einkennin – og kunni að bregðast við svo bjarga megi mannslífum.