Ítölsk matargerð höfðar sterklega til mín og er ein af mínum uppáhalds. Þess vegna er ég alltaf veik fyrir góðum pastauppskriftum.
Þessi ljúffengi réttur sló í gegn hjá fjölskyldunni en hann er einfalt og þægilegt að útbúa… svo ég tali nú ekki um hvað þetta bragðast vel. Enda er hann nú kominn í möppuna yfir það sem verður gert aftur og aftur og…
Frábær veisla í miðri viku – eða sem góður helgarmatur.
Það sem þarf
15 stk spergla/aspas
1 msk ólífuolía
sjávarsalt
nýmulinn pipar
250 gr penne pasta (ég reyndar notaði 450 gr)
½ bolla sólþurrkaða tómata
Fyrir pestó
4 bolla fersk basilikublöð
1/3 bolla furuhnetur
2 hvítlauksgeira (ég notaði 3)
½ bolla ólífuolíu
½ bolla Parmesan-ost
1 tsk sjávarsalt
Aðferð
Hitið ofninn að 220 gráðum.
Setjið vatn í stóran pott og hitið.
Skerið neðan af sperglinum og hendið.
Skerið síðan spergilinn í bita.
Setjið hann svo á bökunarplötu og dreifið ólífuolíu, salti og pipar yfir. Hristið þetta saman og þekið spergilinn með olíunni og kryddinu.
Bakið í ofninum í 10 mínútur.
Setjið pastað í pottinn sjóðið eins og leiðbeiningar segja til um, ca 10 til 12 mínútur.
Takið basilikuna, furuhneturnar, hvítlaukinn og ólífuolíuna og setjið í blandara. Maukið vel saman.
Blandið þá ostinum og salti saman við og hrærið saman.
Takið pastað og látið vatnið renna af því og setjið í stóra skál eða fat.
Setjið tómatana og aspasinn út í pastað og bætið pestóinu við (rúmlega 3 msk) og blandið þessu öllu saman.
Stráið rifnum Parmesan-osti yfir.
Njótið!
jona@kokteill.is