Nú er sko heldur betur kakótími ársins og dásamlegt að gera vel við sig í myrkrinu með heitu súkkulaði.
Og svo er auðvitað alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og poppa þetta aðeins upp.
Rauðvín með súkkulaðinu
Flestir, sem smakka vín, hafa einhvern tímann fengið sér súkkulaðibita eða jafnvel súkkulaðiköku með rauðvíni og vita hversu vel það passar saman.
Svo af hverju ekki að setja rauðvín út í heita súkkulaðið?
Sem er einmitt það sem við ætlum að gera hér – og við ætlum ekki neita því að okkur líst betur á þetta en heitt jólaglögg.
Þessi uppskrift kemur frá bloggaranum Kylie Held.
Það sem þarf
1 ½ bolla mjólk
1/3 bolla dökkt súkkulaði
1 bolla rauðvín (t.d. gott Cabernet Sauvignon vín)
… og þeyttan rjóma ef vill
Aðferð
Setjið súkkulaðið og mjólkina í pott og hitið við miðlungshita.
Hrærið í á meðan súkkulaðið bráðnar og þar til blandan er orðin þykk og kremkennd.
Bætið þá rauðvíninu við og hitið þetta saman.
Hellið síðan í 2 könnur eða stóra bolla – eða í 6 til 8 minni glös.
Setjið að lokum léttþeyttan rjóma ofan á (ef vill).
Og njótið!