Með hærri aldri og auknum þroska áttum við okkur enn betur á lífinu og hvað það er sem virkilega skiptir máli.
Hér er frábært innlegg sem sagt er vera frá sjónvarpsmanninum heitnum Andy Rooney sem lést tæplega 93 ára að aldri árið 2011.
Hvort sem þessi viskuorð koma frá Andy sjálfum eða ekki þá geta eflaust margir verið sammála um að hafa lært slíkt hið sama í gegnum tíðina.
Hér er hluti af ljóði Andy um hvað hann hefur lært um ævina
Ég hef lært…
að það að vera góður skiptir meira máli en það að hafa rétt fyrir sér.
Ég hef lært…
að þegar einhver segir mér að ég hafi fullkomnað daginn þeirra þá er minn dagur fullkominn.
Ég hef lært…
að það er friðsælasta tilfinning í heimi þegar barn sofnar í fangi þínu.
Ég hef lært…
að alveg sama hversu alvarlegt lífið krefst þess að þú sért þá þarfnast allir þess að eiga vin sem hægt er að fíflast með.
Ég hef lært…
að stundum er hönd til að halda í og hjarta til að skilja það eina sem maður þarfnast.
Ég hef lært…
að peningar kaupa ekki fágun og stíl.
Ég hef lært…
að lífið er eins og rúlla af klósettpappír. Því minna sem eftir er af henni því hraðar klárast hún.
Ég hef lært…
að það eru litlu hlutirnir sem gerast dags daglega sem gera lífið svona stórkostlegt.
Ég hef lært…
að undir harðri skel allra er einstaklingur sem þráir að vera elskaður og viðurkenndur.
Ég hef lært…
að það að hunsa staðreyndirnar breytir þeim ekki.
Ég hef lært…
að þegar þú ætlar að ná þér niður á einhverjum gerir þú lítið annað en að leyfa viðkomandi að halda áfram að særa þig.
Ég hef lært…
að ástin en ekki tíminn læknar öll sár.
Ég hef lært…
að besta leiðin fyrir mig til að þroskast sem einstaklingur er að umvefja mig fólki sem er klárara en ég sjálfur.
Ég hef lært…
að allir sem þú mætir verðskulda að vera heilsað með brosi.
Ég hef lært…
að enginn er fullkominn… fyrr en þú verður ástfanginn.
Ég hef lært…
að lífið er hart, en ég er harðari.
Ég hef lært…
að tækifærin eru aldrei glötuð, það er bara einhver annar sem grípur þau sem þú missir af.
Ég hef lært…
að þegar þú leyfir biturleikanum að leggjast að hjá þér þá mun hamingjan leggjast að annars staðar.
Ég hef lært…
að bros er ódýr leið til að bæta útlitið.
Ég hef lært…
að þegar nýfætt barnabarn þitt grípur litla fingur þinn í lófa sér hefur það unnið þig fyrir lífstíð.
Ég hef lært…
að allir vilja lifa á toppi fjallsins, en allur þroski og hamingja verður hins vegar til á leiðinni upp á tindinn.
Ég hef lært…
að ég óska þess að ég hefði getað sagt móður minni einu sinni enn áður en hún dó að ég elski hana.