Að ná flötum maga er stöðug barátta hjá mörgum – og það er eins og það skipti engu máli hversu lítið er borðað því magasvæðið virðist samt ekkert minnka.
Uppþemba og vökvasöfnun
Aukafita á magasvæðinu getur stundum verið afleiðing dæmigerðrar uppþembu og vökvasöfnunar í líkamanum – og þá lítur út fyrir að viðkomandi hafi bætt á sig.
Reyna má ýmislegt til þess að minnka magaummálið og er þessi holli drykkur hér ein af þeim leiðum.
Með því að blanda þessum náttúrulegu hráefnum saman og drekka á hverju kvöldi má finna breytingu á aðeins 7 dögum.
Það sem er líka gott að gera er að drekka allan vökvann daginn eftir að hann er útbúinn og endurtaka svo annan hvern dag. En mælt er með því að stoppa eftir 4 vikur og taka hvíld frá honum.
Það sem þarf
8 glös eða um 2 lítrar af vatni
12 myntulauf
1 msk af engiferdufti (eða ferskt engifer)
1 sítróna, með hýði eða afhýdd og skorin í þunnar sneiðar
1 agúrka, skorin í þunnar sneiðar
Aðferð
Öllu blandað saman í stóra og góða könnu og síðan geymt í ísskáp yfir nótt. En það er mjög mikilvægt að sítrónan, agúrkan, myntan og engiferið fái að liggja í vatninu.
Drekkið síðan á kvöldin áður en farið er að sofa – og yfir daginn þegar þorsti sækir að.
Það sem drykkurinn gerir
Agúrkan inniheldur mikið af vatni og hjálpar til við brennsluna og veitir líkamanum auk þess þann vökva sem hann þarfnast. Agúrkan hefur einnig jákvæð áhrif á bólgur í líkamanum.
Sítrónan er bæði góð til að hreinsa líkamann og fyrir ónæmiskerfi hans. Og myntan bragðbætir ekki aðeins drykkinn heldur hjálpar meltingunni.
Með því að drekka þetta daglega… og á hverju kvöldi má minnka mittismálið og öðlast flatari maga.