Munið þið eftir þeirri umræðu frá því í gamla daga að konur sem alla jafna hugsuðu vel um útlitið þegar þær voru einhleypar hættu því svo þegar þær voru komnar í samband?
Tíðarandinn í dag er þó allt annar, þótt að sjálfsögðu sé alltaf undantekning frá reglunni.
Breyttir tímar
Í dag hugsa konur vel um sig alltaf (flestar allavega). Giftar eða ógiftar, þær gera það fyrir sig sjálfar enda hafa viðhorfin breyst frá því þarna í gamla daga þegar markmið margra kvenna virtist vera að ná sér í góðan maka og stofna fjölskyldu.
En hvað með karlana?
Minnist þið þess að það hafi verið gert að sérstöku umræðuefni að þeir væru latir og kærulausir með útlitið?
Í dag er þetta þó einnig breytt því karlmenn í dag finna fyrir auknum útlitskröfum og margir líta betur út fram eftir öllum aldri þó svo að sumir séu enn lítið að spá í þetta.
Að vera aðlaðandi getur verið mikil vinna, en það margborgar sig. Þrátt fyrir að maki þinn elski þig alveg eins og þú ert þýðir það ekki að þú getir ekki lagt þig pínulítið meira fram.
Hér eru fimm atriði sem konum finnst mest fráhrindandi í fara karla sem hafa leyft sér að vera kærulausir í gegnum árin
1. Karlmannsbrjóst
Þetta er það svæði sem er mest áberandi þegar karlmaðurinn er nakinn. Og þetta er staðurinn sem konur elska að liggja upp við og strjúka yfir. Þess vegna eru karlmannsbrjóst kannski ekki alveg málið. En þau fylgja oft hærri aldri vegna hormónabreytinga en góðar æfingar og það að halda þyngdinni í skefjum getur gert heilan helling.
2. Of mikil skapahár
Skapahár þarf að snyrta, þar er engin undantekning á – það þarf að klippa aðeins og snyrta til (kynlífið verður víst líka bara betra þegar nokkur hár fá að fjúka).
3. Hár á bakinu.
Mörgum finnst það ekkert sérstaklega aðlaðandi þegar bakið er of loðið. Ef viðkomandi er með mikið af hárum á bakinu er það auðvitað ekki honum að kenna, þetta eru genin sem hann fékk.
Ef ástandið er slæmt eru ýmis ráð sem hægt er að grípa til. Fyrst og fremst er hægt að fara í laser aðgerð til að fjarlægja hárin endanlega. Eins er hægt að fara í vax eða raka hárin, en þá er mjög mikilvægt að því sé haldið því við reglulega.
4. Bjórvömb
Maginn er eitthvað sem fer ekki framhjá neinum sem horfir á viðkomandi. Og það ótrúlega við karlmenn er að öll aukakíló virðast safnast saman á magasvæðinu. Ef hann er kominn með vömb sem er vel yfir velsæmismörk þarf að grípa til aðgerða, borða minna, fara í ræktina, gera magaæfingar… því þetta er auðvitað líka slæmt fyrir hjartað.
5. Slæmar tennur
Brotnar og ljótar tennur breyta útlitinu til hins verra og er klárlega eitthvað sem fælir konur frá. Ef það vantar í hann tennur eða þær eru brotnar er mál að fara til tannlæknis og láta laga þær. Það er ekki vitlaust að láta hann líka hreinsa tennurnar reglulega. Það er kannski dýrt að fara til tannlæknis en það má hugsa það sem fjárfestingu í betra útliti og heilsu.