Brjálæðislega stórir og íburðarmiklir mjólkurhristingar eru geysivinsælir um þessar mundir. Það fer mikið fyrir þeim á veraldarvefnum og það eru einhvern veginn allir að tala um þá.
Ég hef heyrt að fólk erlendis bíði í röð í allt að klukkutíma til að fá sér þessa dásemd. En þú getur sleppt því að fara í röðina því þessa geturðu gert heima hjá þér. Það er auðveldara en það sýnist.
Hvort langar þig í súkkulaði brownies sjeik, karamellu eplaböku sjeik, Nutella-saltkringlu sjeik eða kleinuhringja vanillu sjeik? Ef þú getur ekki gert upp á milli, af hverju ekki að fá sér þá alla?
Til að búa til þessa fríkuðu mjólkurhristinga þarftu
1. Súkkulaðibræðing
125 gr dökkt súkkulaði
125 gr mjólkursúkkulaði
125 ml rjóma
Aðferð
Brjóttu súkkulaðið niður og settu í skál. Helltu heitum rjóma yfir og hrærðu þar til súkkulaðið er bráðið. Blandaðu vel saman.
Taktu nú hálfan bolla af súkkulaðibræðingnum og settu til hliðar og geymdu við stofuhita. Settu restina í plastpoka sem þú getur lokað. Dreifðu bráðnu súkkulaðinu um pokann og settu í ísskáp. Þannig nær bræðingurinn að kólna miklu fyrr.
2. Rjóma til skreytinga
400 ml rjóma
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Settu vanilludropana í rjómann og þeyttu hann, en ekki of mikið samt. Settu svo rjómann í rjómasprautu með stjörnustút og leggðu til hliðar
Og þannig gerirðu hvern hristing fyrir sig
Súkkulaði brownies mjólkurhristingur fyrir tvo
½ bolli eða 125 ml súkkulaðibræðingur
400 ml mjólk
2stórar kúlur af ís
½ bolli af súkkulaðibræðing (þessi sem þú tókst til hliðar)
þeyttur rjómi
2 litlar Brownieskökur
2 stórir sykurpúðar
Aðferð
Settu ½ bolla af súkkulaðibræðingi og mjólk í blandara og blandaðu vel saman.
Smyrðu hálfum bolla af súkkulaðibræðingnum (sem þú tókst til hliðar) inn í tvö glös og á glasbarmana (sjá myndband).
Settu kúlu af ís í sitthvort glasið og helltu súkkulaðimjólkinni yfir.
Settu nú vel af rjóma til að skreyta og bættu brownies köku og sykurpúða ofan á. Grillaðu sykurpúðana rétt aðeins með brulee kyndli þar til þeir verða ljósbrúnir og stökkir.
Nutella saltkringlu mjólkurhristingur fyrir tvo
½ bolli eða 125 ml súkkulaðibræðingur
400 ml mjólk
4 stórar kúlur af ís
2 msk nutella
þeyttur rjómi
saltkringlur
Nutella til skreytinga
Aðferð
Settu mjólkina, súkkulaðibræðinginn, 2 msk Nutella og tvær kúlur af ís í blandara og blandaðu vel saman.
Smyrðu nutella inn í glösin og á glasbarmana og rúmlega það.
Raðaðu nú nú saltkringlum á glasbrúnina (sjá mynd). Settu ískúlur í sitthvort glasið og helltu mjólkurblöndunni yfir. Skreyttu toppinn með rjóma, saltkringlum og dropum af nutella.
Karamellu eplaböku mjólkurhristingur fyrir tvo
400 ml mjólk
2 stórar ískúlur
2 msk karamellusósa (t.d þykk íssósa)
þeyttur rjómi
karamellusósa til skreytinga
2 litlar eplabökur (baka eða kaupa tilbúið)
Aðferð:
Settu mjólk, 3 msk karamellusósu og ís í blandara og blandaðu vel.
Smyrðu glösin að innan með karamellusósu og settu á glasbrúnirnar. Helltu mjólkurhristingnum í glösin og skreyttu með rjómanum. Komdu eplabökunni fyrir og toppaðu með meiri karamellu.
Kleinuhringja vanillu mjólkurhristingur
400 ml mjólk
6 stórar ískúlur
vanilludropar
Royal vanillubúðingur (hann má ekki vera of stífur)
sulta
kleinuhringir (litríkir)
Aðferð:
Settu mjólk og fjórar stórar ískúlur og smá vanilludropa í blandara og blandaðu vel.
Settu vanillubúðing og sultu á glasabarmana. Settu ískúlu í sitthvort glasið og helltu mjólkurhristingnum yfir. Skreyttu toppinn með rjóma og stingdu röri í miðjuna og skelltu kleinuhringjunum svo yfir. Rörið sér til þess að þeir haldist á sínum stað.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
Sigga Lund
SJÁÐU LÍKA HEITT OG ILMANDI SALT-KARAMELLU SÚKKULAÐI.