Það er eitt sem við getum alveg verið handviss um varðandi lífið og það er að það mun endalaust ögra okkur og koma okkur á óvart. Sem er bara eðlilegur hluti af þessari vegferð okkar hér á jörðinni.
Þess vegna er mikilvægt að halda andlegum styrk því stundum þarf virkilega að harka af sér, sleppa takinu og gleyma. Annars er hætta á að lífið verði okkur ofviða.
Hér eru sautján atriði sem gott er að tileinka sér í lífinu
1. Að fá og þiggja hjálp
Ekki vera hrædd/ur um að biðja um hjálp. Það kemst enginn í gegnum lífið án þess að fá stundum hjálp frá öðrum. Ekki láta stoltið standa í veginum fyrir því að þú leitir eftir aðstoð. Meira að segja ofurhetjur þurfa stundum á aðstoð að halda.
2. Að dæma ekki
Ekki dæma aðra. Þú vilt vera laus við að aðrir dæmi þig. Ef þú vilt að aðrir leyfi þér að vera eins og þú ert þá hlýturðu að þurfa að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
3. Átök
Veldu þér bardaga. Sumt er ekki þess virði að eyða orku í það. Slepptu takinu. Stöðug átök taka allt of mikla orku og leiða ekki til innihaldsríks lífs.
4. Gagnrýni
Lærðu að taka gagnrýni. Ef þú heldur að þú sért hafin/n yfir gagnrýni þá hættirðu að þroskast sem einstaklingur. Vertu tilbúin/n að taka gagnrýni á jákvæðan hátt.
5. Fyrirgefningin
Lærðu að fyrirgefa. Ekki halda í reiðina – slepptu takinu. Hatur og reiði eru eitur og besta mótefnið við því er fyrirgefningin.
6. Hógværð
Vertu hógvær. Þótt þér finnist þú alveg æðisleg/ur þá er óþarfi að vera montin/n og hafa hátt. Það er mikill munur á því að vera stolt/ur af einhverju eða sýna hroka og mont.
7. Að gefa
Gefðu af sjálfri/sjálfum þér. Mundu að það er sælla að gefa en þiggja.
8. Hvað er sanngjarnt?
Ekki hugsa stöðugt um hvað sé sanngjarnt. Það hefur enginn lofað því að lífið sé sanngjarnt. Um leið og þú hættir að einblína á hvort eitthvað sé sanngjarnt eða ekki þá verður þú mun sáttari með það sem lífið færir þér.
9. Væntingar
Ekki hafa of miklar væntingar. Maður fær ekki alltaf allt til baka í sama formi og maður gefur – stundum fær maður minna. Gerðu það besta úr aðstæðum hverju sinni.
10. Breytingar
Fagnaðu breytingum. Breytingar leiða til þroska. Forðastu að lifa í kúlu og vernduðu umhverfi. Allt er breytingum háð og lífið er hverfult – vertu reiðubúinn að höndla það.
11. Þolinmæði
Vertu þolinmóð/ur. Það eru engar ýkjur að þolinmæði er dyggð. Hafðu í huga að þolinmæði þrautir vinnur allar og Róm var ekki byggð á einum degi.
12. Heilsan
Hugsaðu vel um sjálfa/n þig. Líkamleg og andlega heilsa eru þér mikilvæg svo þú sért reiðubúinn að taka á móti öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða – bæði því skemmtilega og því erfiða.
13. Tíminn
Skipuleggðu tíma þinn og veldu í hvað þú vilt eyða honum. Mundu að tíminn er eitt af því dýrmætasta sem þú átt í lífinu.
14. Fókus
Ekki gera stöðugt úlfalda úr mýflugu. Að venja sig á að líta alltaf á lítil vandamál sem heimsendi gerir allt svo miklu flóknara. Hafðu réttan fókus og einblíndu á það sem skiptir máli.
15. Ábyrgð
Taktu ábyrgð á eigin lífi. Ekki kenna öðrum um það sem ekki gengur upp hjá þér í lífinu. Þetta er þitt líf og þín ábyrgð.
16. Að treysta
Hafðu á hreinu hver þú ert og treystu sjálfri/sjálfum þér. Ef þú þekkir sjálfa/n þig áttu auðveldara með að treysta þér.
17. Fullkomnun?
Fullkomnun er ekki til.
Ekki stöðugt vera að leita að því fullkomna því það er ekkert til sem heitir að vera fullkomið. Vertu ánægð/ur með sjálfan þig eins og þú ert og ekki reyna að vera eins og þú heldur að aðrir vilji að þú sért. Enginn er fullkominn.