Ef þú ert á leiðinni út að skemmta þér og ætlar að hafa vín um hönd getur skipt miklu máli hvað þú borðar áður – jafnvel öllu máli.
Það sem þú lætur ofan í þig áður en þú ferð út á lífið getur nefnilega haft mikil áhrif á það hvort þú verðir stuðbolti kvöldsins eða sú/sá sem allir muna eftir að hafi verið illa drukkin/n.
Vissar fæðutegundir geta einnig aukið á timburmennina á meðan aðrar draga úr þeim.
Hér eru fimm fæðutegundir sem þú ættir alveg að láta eiga sig
Salat
Þrátt fyrir að kál og grænmeti geri okkur gott þá er þetta ekki rétta fæðan til að fá sér áður en farið er út á lífið. Þetta er eiginlega eins og að drekka á tóman maga. Ef þú vilt endilega fá þér salat skaltu gæta þess að hafa eitthvað prótín í því eins og t.d. kjúkling þar sem líkaminn er lengur að melta hann.
Sushi
Ástæðan fyrir því er öll sojasósan sem notuð er með sushi, en hún er afar sölt. Eins og við vitum þá getur of mikil saltneysla leitt til ofþornunar – en áfengisneysla hefur einmitt sömu áhrif. Og þetta saman getur valdið miklum timburmönnum.
Saltað snarl
Eins og áður sagði þá getur víndrykkja leitt til ofþornunar. Því er alls ekki skynsamlegt að gæða sér á söltu poppi, flögum og öðru slíku. Mun betra og skynsamlegra er að fá sér eitthvað sem er ríkt af vökva, eins og t.d. vatnsmelónu.
Franskar kartöflur
Djúpsteiktar franskar eru heldur ekki skynsamlegur kostur áður en vín er drukkið. Fitan og vínið fara ekki vel saman í magann.
Mikið kryddaður og sterkur matur
Sumir fá illt í magann af sterkum mat svo það segir sig sjálft að það er enn verra ef vín er svo drukkið ofan í þetta. Slepptu því þess vegna að fá þér eitthvað sterkt.
Hér er svo ýmislegt sem þú ættir frekar að fá þér
Perudjús
Að fá sér peru eða perudjús áður en vín er drukkið er talið geta dregið úr timburmönnum.
Grænir safar
Sérfræðingar segja það gott ráð að fá sér góðan safa áður en vín er drukkið. Líkaminn fær þá vökva, vítamín og steinefni – og það getur hjálpað til við að koma í veg fyrir timburmenn.
Agúrkur
En þær eru 95 prósent vatn og því gott að gæða sér á þeim áður en vín er haft um hönd. Þá innihalda þær B-vítamín sem getur komið í veg fyrir timburmenn.
Ólífuolía
Fáðu þér eina skeið af ólífuolíu áður en þú ferð út á lífið. Miðjarðarhafsbúar hafa tröllatrú á þessari aðferð og sverja og sárt við leggja að hún komi í veg fyrir timburmenn.
Ekki á tóman maga
Aldrei drekka vín á tóman maga. Gættu þess að borða rétt og vel áður en þú byrjar að drekka. Sætar kartöflur, brún hrísgrjón og kjúklingur eru allt góðir kostir.
Vatn
Drekktu vatn og aftur vatn! Reglan ætti ætíð að vera sú að drekka eitt vatnsglas fyrir hvert vínglas.
Og síðast en ekki síst
Þá er auðvitað best að gæta hófs í áfengisneyslu.