Mæðgur eru eins ólíkar og þær eru margar og það sama á augljóslega við um sambönd mæðgna.
Sumar mæðgur eru bestu vinkonur á meðan aðrar eiga í erfiðleikum með að vera saman – og svo eru það þessar sem eru þarna einhvers staðar á milli.
Hún lifir lengur
En það má ekki gleymast að, eins og með allt annað í lífinu, þá getum við ekki fengið að hafa mæður okkar hjá okkur út lífið. Svo hvort sem þið eruð bestu vinkonur eða ekki þá er það víst sannað mál að því meiri tíma sem þú eyðir með móður þinni því lengur lifir hún.
Ef ykkur langar að taka upp þráðinn og byggja sambandið upp að nýju þá erum við hér með nokkrar frábærar hugmyndir – og þetta er reyndar eitthvað sem allar mæðgur ættu einhvern tímann að gera saman.
Þetta ættu allar mæðgur að gera saman að minnsta kosti einu sinni
Bíómynda maraþon
Finnið ykkur bíómyndir sem þið hafið báðar gaman af… og ekki bara eina mynd heldur nokkrar. Búið til fullt af poppi og komið ykkur vel fyrir í sófanum og takið bíómynda maraþon. Gætið þess líka að fá að vera alveg í friði.
Hádegisverður eða brunch
Bara þið tvær. Skellið ykkur saman út að borða í hádeginu á föstudegi og takið ykkur nægan tíma. Eða farið tvær saman í langan brunch á laugardegi.
Farið í dekur
Skellið ykkur saman í dekur á snyrtistofu eða í nudd. Þið hafið gott af því að slaka á saman og hugsa um ykkur sjálfar.
Skoðið myndir
Eyðið kvöldi eða góðum eftirmiðdegi í að skoða saman gamlar myndir og rifjið upp þegar þú varst lítil. Það er heldur ekki verra að hafa gómsætt snarl og góða drykki með.
Deilið gömlum leyndarmálum
Þar sem þú ert löngu orðin fullorðin hlýtur það að vera í lagi að segja mömmu frá einhverju sem þú hélst frá henni þegar þú varst ung/lítil. Hún gæti líka komið þér á óvart með einhverju sem þú vissir ekki. Og að öllum líkindum getið þið hlegið saman að þessu núna.
Farið í myndatöku
Pantið ykkur tíma hjá ljósmyndara og farið tvær saman í myndatöku. Bara þið tvær. Undirbúið myndatökuna saman með því að velja föt, farða ykkur og greiða. Þetta verða dýrmætar myndir með tímanum.
Gerið ykkur fínar og njótið tónlistar
Klæðið ykkur upp og skellið ykkur saman í óperuna eða á flotta tónleika. Matur og drykkur fyrir eða eftir skemmir heldur ekki.
Helgarferð
Pantið ykkur helgarferð og heimsækið borg sem þið báðar hafið gaman af. Borðið góðan mat, talið saman, heimsækið söfn, markverða staði, farið í búðir og talið enn meira saman.
Deilið reynslu ykkar og þekkingu því mamman veit eitt og dóttirin annað.
Verslið saman
Skellið ykkur tvær saman í verslunarferð og „shop ‘til you drop“. Ekki samt gleyma að kíkja inn á kaffihús og bari annað slagið.
Lærið eitthvað nýtt
Takið ykkur til og lærið eitthvað nýtt saman. Farið t.d. á matreiðslunámskeið og lærið að búa til indverskan mat eða lærið undirstöðuatriði í framandi tungumáli.
Takið sjálfur
Notið símann og takið kjánalegar sjálfur af ykkur saman. Þótt ykkur finnist þetta kjánalegt meðan á því stendur þá munu þessar myndir ekki gera neitt annað en að rifja upp skemmtilegar minningar seinna meir.
Óvænt veisla
Undirbúðu óvænta afmælisveislu fyrir mömmu þína – eitthvað sem hún aldrei gleymir. Þú getur t.d. eldað uppáhalds matinn hennar eða bakað uppáhalds kökuna eða boðið henni virkilega fínt út að borða – bara svo framarlega sem það kemur henni á óvart.