Við fáum einfaldlega ekki nóg af þessu stelpuskotti. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur.
Hún Angelina Jordan er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur. Hæfileikarnir eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál, eins og oft er sagt.
Angelina tekur ekki poppstjörnur eins og Beyoncé eða Katy Perry sér til fyrirmyndar – nei þessi unga snót hlustar á jass, Billie Holiday, Frank Sinatra og Dinah Washington.
Árið 2014 vann hún Norway´s Got Talent og sló rækilega í gegn. Og hróður hennar hefur borist víða enda einstakir hæfileikar hér á ferð.
Hér er Angelina gestur í nýju breskum þætti þar sem hún tekur lagið „What A Difference A Day Makes“ .