Sumir drykkir gera einfaldlega ekkert fyrir okkur á meðan aðrir hjálpa til við eitt og annað í líkamanum.
Þessir drykkir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að þeir eru góðir til að berjast við fitu og auka meltinguna. Þeir geta sem sagt hjálpað til við það að berjast við aukakílóin.
En vissulega þarf að hafa í huga að allt er gott í hófi og auðvitað innihalda þessir drykkir hitaeiningar, en mismiklar þó.
Heitt kakó
Kakó er stútfullt af andoxunarefnum sem lækka streituhormónið kortisól í líkamanum. En þetta er hormónið sem fær líkamann til þess að halda fast í magafituna.
Rannsókn við Cornell University í Bandaríkjunum leiddi í ljós að styrkur andoxunarefna í heitu kakó er fimm sinnum meiri en í svörtu tei. Þá hefur blanda kolvetna og próteina í heitu kakó góð áhrif á vöðva eftir erfiða æfingu. Fyrir þá sem vilja gera heita kakóið sitt enn áhrifameira getur verið gott að setja örlítinn kanil út í.
Kaffi
Sýnt hefur verið fram á að kaffi er ekki slæmt fyrir okkur sé þess neytt í hófi – eins og allt annað. Margir komast ekki í gang á morgnana fyrr en fyrsti kaffibollinn hefur verið drukkinn.
En kaffið getur gert fleira fyrir okkur en að örva okkur og rífa okkur í gang. Kaffið getur nefnilega haft jákvæð áhrif á meltinguna og aukið hana til mikilla muna. Það byggir á andoxunarefninu chlorogenic sem eykur þörf líkamans á að brenna fitu.
En það þykir betra að drekka sterkt kaffi í litlum skömmtum. Þá benda nokkrar nýjar rannsóknir til þess að kaffi sem neytt er í litlum skömmtum fyrir líkamsþjálfun (þ.e. fyrir æfingu) geti bætt frammistöðuna og hjálpað vöðvunum að ná sér fyrr.
Rauðvín
Við höfum margoft heyrt að rauðvín geri hjartanu gott en það hefur ekki farið jafn hátt að það geti verið vopn í baráttunni við aukakílóin.
Rannsókn sem birt var í Archives on Internal Medicine leiddi í ljós að konur sem drekka eitt til tvö glös á dag eru 30% ólíklegri til að þyngjast en þær sem ekki smakka vín. Þá telja sérfræðingar við háskólann í Ulm í Þýskalandi að andoxunarefnið resveratrol sem er í rauðvíni hamli framleiðslu fitufruma.
En gæta þarf þess þó að drekka ekki nema um 1 glas (150 til 170 ml) á dag þar sem rauðvín er hitaeiningaríkt og of mikil áfengisneysla er ekki góð fyrir líkamann.