Þessi feðgin eru eitt það sætasta enda hafa þau brætt netheima undanfarin tvö ár. Þótt Claire litla sé aðeins nýorðin fimm ára er hún orðin sjóuð í því að koma fram en hún hefur sungið með pabbi sínum frá því hún var pínulítil.
Dave, pabbi Claire, lifir og hrærist í tónlist en honum var einmitt nýlega boðið að taka þátt í Voice í Bandaríkjunum í kjölfarið á öllum þeim myndböndum sem hann hefur gert með dóttur sinni þar sem þau syngja saman.
Hér eru þau Claire og Dave gestir í glænýjum þætti Ellen og syngja saman lagið A Whole New World. Og þau sprengja algjörlega krúttskalann.
Sjáðu þau Claire og Dave líka HÉR