Hann hafði alið hina 22 ára gömlu stjúpdóttur sína upp en var ekki faðir hennar á pappírunum.
Dóttirin ákvað að koma honum á óvart á afmæli hans með ættleiðingarpappírum. Þegar David tekur pakkann upp er penni það fyrsta sem kemur í ljós og hann grínast og þykist alsæll með að hafa fengið penna.
En þegar David síðan sér pappírana taka tilfinningarnar völdin og tárin renna… „og ég sem græt ekki eins og þið vitið“ segir hann. Betri gjöf gat hann ekki fengið.
Virkilega fallegt og einlæg gleði ♥