Svafstu lítið eða illa í nótt?
Vaktirðu kannski fram eftir og nú sést það heldur betur á þér – og þú ert með bauga og þrútin/n undir augum?
Hversu margir hafa ekki vaknað þannig á morgnana!
Til er einföld lausn
En hér eru góðar fréttir fyrir þig. Það er nefnilega til einföld og ódýr lausn við þessu. Og það eina sem þú þarft er grænt te og klakabakki.
Grænt te er stútfullt af andoxunarefnum og koffíni en sýnt þykir að bæði þessi efni rói húðina og dragi úr bólgum. Áhrifin verða síðan enn meiri með þeirri aðferð sem hér er notuð. Þú þarft þó að sýna fyrirhyggju og útbúa þetta til að eiga þegar á þarf að halda.
Aðferð
Útbúðu sterkt grænt te í bolla, notaðu 2 poka.
Helltu því síðan í klakabox og settu inn í frysti.
Þetta er svona einfalt.
Notkun
Eftir að þú hefur þrifið andlitið um morguninn, og ert þrútin/n og með bauga, farðu þá í frystinn og taktu klaka úr boxinu og nuddaðu bólgna svæðið undir augunum með klakanum þar til hann er bráðnaður. Notaðu hringlaga hreyfingar.
Þetta ætti að draga úr þrotanum svo þú lítir ekki jafn þreytulega út.
Sem sagt afar einfalt og ódýrt!