Hér er skemmtilegt tvist á hinn vinsæla háa snúð sem hefur verið svo vinsæll lengi, enda einstaklega þægilegt að skella í einn slíkan.
Ansi hreint skemmtilegt að skella í slaufusnúð einmitt núna á þessum árstíma. Það eina sem þú þarft er hárteygja, litlar spennur og hárlakk. Og mundu að hann þarf ekki að vera fullkominn, þetta má alveg vera smá druslulegt.