Við erum ekkert að fela það að við hreinlega elskum fallegar jólaauglýsingar enda margar þeirra einstaklega vel gerðar.
Oftar en ekki fela þessar auglýsingar í sér litla sögu sem snertir viðkvæma strengi.
Þessi nýja auglýsing bræddi okkur algjörlega en hún hefur heldur betur fengið netheima til að taka upp vasaklútinn og þerra tárin.