Það getur vel verið að ansi margt hafi breyst á rúmlega 130 árum en eitt er víst og það er að ástin er algjörlega tímalaus.
Þess vegna eiga þessi ráð hér að neðan vel við þótt þau hafi verið skrifuð árið 1886. En það var kona að nafni Jane Wells sem skrifaði þetta í nokkurs konar formi ljóðs.
Þessi hjónabandsráð eiga jafn vel við í dag og fyrir rúmlega 130 árum síðan
Láttu ástina vera sterkari en hatur þitt eða reiði.
Lærðu listina að gera málamiðlanir – því það er mun betra að beygja aðeins heldur en að brjóta.
Trúðu frekar því besta en því versta.
Fólk er þannig gert að það mun annað hvort fara fram úr væntingum þínum eða ekki standa undir því áliti sem þú hefur á því.
Mundu að sannur vinskapur er grunnurinn að öllum langlífum samböndum.
Sú manneskja sem þú kýst að giftast á skilið þá kurteisi og góðvild sem þú sýnir vinum þínum.
Vinsamlegast komdu þessum ráðum áfram til barna þinna og barnabarna – vegna þess að því meira sem hlutirnir breytast því meira eru þeir eins.