Nú ranghvolfa kannski einhverjir augunum – En hvort sem sumum líkar betur eða verr þá hafa magir hafið sinn jólaundirbúning enda jólin í næsta mánuði.
Það sem okkur finnst alltaf jafn gaman að sjá fyrir jólin eru allar erlendu, og auðvitað íslensku, jólauglýsingarnar.
Stór erlend fyrirtæki leggja mörg hver mikið í sínar auglýsingar svo vel takist til. Oft eru þetta litlar sögur með boðskap.
Hér er glæný jólaauglýsing frá Heathrow flugvellinum í Bretlandi sem sprengir krúttskalann.