Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og heilsan er okkur ekki endilega alltaf efst í huga.
Hér eru fimm mistök sem við gerum reglulega þegar heilsan er annars vegar.
1. Að drekka ekki nógu mikið vatn.
Þetta vitum við flest en samt gleymist þetta stundum. Mælt er með því að drekka 8 glös af vatni á dag en auðvitað fer þetta eftir hverjum og einum einstaklingi.
Þá skiptir líka máli hvað hver og einn er að gera og hvar hann er staddur. Þeir sem eru t.d. í miklum hita og svitna mikið þurfa að drekka meira vatn.
Best er að hafa ætíð vatnsglas eða flösku við hendina. Drekktu vatn þegar þú er þyrstur og svangur. Byrjaðu alltaf á því að fá þér vatn áður en þú færð þér eitthvað annað.
Ef þú drekkur mikið kaffi yfir daginn er mjög gott fyrir þig að drekka líka vel af vatni.
2. Að sitja bæði of lengi sem of mikið
Þeir sem eru í skrifstofuvinnu vita hversu erfitt það er að sitja allan liðlangan daginn. Þess vegna á ekki að gera það. Rannsóknir sýna að of mikil seta hefur ýmis neikvæð áhrif á líkamann.
Nauðsynlegt er að standa upp annað slagið. Ekki sitja meira en 30 til 60 mínútur í einu. Stattu þá aðeins upp og teygðu úr þér. Þetta er nauðsynlegt að gera út daginn.
3. Að gleyma að anda og að anda ekki rétt
Með aldrinum og auknu álagi förum við að anda hraðar. Með því að anda of hratt hröðum við hjartslættinum, aukum hættuna á svefnleysi, svima, ofþreytu og kvíðaköstum.
Besta leiðin til að anda er að draga andann djúpt, halda í nokkrar sekúndur og anda svo rólega út.
Yfir daginn er mjög gott að taka nokkrum sinnum svona langa andardrætti og róa sig niður.
4. Að gleyma að brosa
Ekki gleyma að brosa yfir daginn. Þótt þér finnist þú ekki hafa neitt til að brosa yfir þá skaltu reyna að „feika það“ því meira að segja bros sem eru kreist fram hafa áhrif og þér líður betur eftir á.
Það er margsannað mál að bros hefur góð áhrif á heilsuna og það vinnur gegn of miklu stressi. Bros er frábær leið til að dreifa gleði og svo smitar það út frá sér.
5. Að borða ekki nóg af ávöxtum og grænmeti
Það ætti ekki að vera flókið að bæta meira af grænmeti og ávöxtum inn í fæðuna en samt vill það oft farast fyrir.
Bættu banana við morgunmatinn, fáðu þér salat í hádeginu og snarlaðu á epli með hnetusmjöri í eftirmiðdaginn.