Þessi 11 ára einstaki og dásamlegi drengur hefur tekið veraldarvefinn með trompi undanfarið.
Hann heitir Mason og er frá litlum bæ í Bandaríkjunum – hann elst upp hjá ömmu sinni og afa og hann jóðlar.
Myndband af Mason þar sem hann spilar á gítar og jóðlar vakti athygli sjónvarpskonunnar skemmtilegu Ellen DeGeneres og fékk hún hann til að koma í þáttinn sinn.
Mason mætir reglulega í stórverslunina Walmart í bænum sínum og syngur fyrir gesti og gangandi.