Nú þegar aðventan er gengin í garð er um að gera að lyfta sér á kreik.
Margir eru að plana matarboð eða jólapartý, og svo eru saumaklúbbarnir án efa að skipuleggja jóla hittinginn.
Ef það á hafa áfengi um hönd er tilvalið að hrista í nokkra jólakokteila.
Hér er uppskrift að einum dásamlegum.
Það sem þarf (einn kokteill)
45 ml vodka (1 ½ sjússamælir)
Trönuberjasafi
Dass af nýkreistum sítrónusafa
Jólabrjóstsykurstaf til að skreyta með
Aðferð
Hristu vodka, trönuberjasafa og sítrónusafa saman með klaka.
Helltu í fallegt glas – athugaðu að klakinn á ekki að fara með.
Og skreyttu svo með jólastafnum.
Þetta gæti varla verið einfaldara.
Sigga Lund
HÉR er svo kokteill nóvembermánaðar en hann er líka svo sannarlega jólalegur.