Á nýju ári strengja margir áramótaheit eða gera breytingar á lífi sínu.
Oft eru slík heit tengd útliti og líkamlegri heilsu, eins og að ætla að grennast, hætta að reykja, byrja í líkamsrækt og að hætta að borða sætindi. Sannað þykir að slík heit eru oftar en ekki rofin og þegar slíkt gerist dregur það úr sjálfsánægju einstaklingsins.
En hér eru hins vegar áramótaheit sem snúa að því að öðlast betra og innihaldsríkara líf en eru samt svo einföld – og í raun eitthvað sem margir hafa tileinkað sér.
Hér eru 16 áramótaheit sem þú ættir raunverulega að setja þér
1. Að vera þakklát/ur fyrir það góða í lífi þínu – sama hversu smátt það er.
2. Að vera opin/n fyrir nýjum tækifærum.
3. Að sleppa takinu.
4. Að leyfa hlutunum að hafa sinn gang en ekki reyna að stjórna öllu.
5. Að njóta augnabliksins.
6. Að fyrirgefa.
7. Að treysta.
8. Að elska sjálfa/n þig eins og þú ert.
9. Að gera ekki of miklar kröfur til þín sjálfrar/sjálfs.
10. Að vænta ekki of mikils af öðrum.
11. Að gagnrýna ekki stöðugt allt og alla.
12. Að sýna skilning.
13. Að gefa ást.
14. Að tala frá hjartanu.
15. Að hlusta.
16. Og síðast en ekki síst – að vera jákvæð/ur.