Ef kynhvötin er ekki upp á sitt besta hjá þér/ykkur þessa dagana er engin ástæða að bíða eftir því að það líði hjá því það má einfaldlega borða hana til baka.
Hér eru ellefu fæðutegundir sem auka kynhvötina
1. Sellerí
Sellerí er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar hugsað er um kynlíf en engu að síður getur það verið frábær uppspretta að kynferðislegri örvun.
2. Ostrur
Ostrur er klassískur kynþokkafullur matur. Þær innihalda mikið sink sem eykur sæðis- og testesterónframleiðslu. Einnig innihalda þær ákveðin hormón sem auka kynhvötina.
3. Bananar
Bananar innihalda efni sem eykur kynhvöt karla. Einnig eru þeir fullir af vítamínum sem auka orku.
4. Avakadó
Avakadó eykur kynhvöt hjá báðum kynjum og er stútfullt af vítamínum sem fyllir fólk orku. Það inniheldur líka B6 vítamín sem framleiðir meira af hormónum hjá körlum og kalíni sem hjálpar líkamanum að koma reglu á skjaldkirtilinn.
5. Möndlur/hnetur
Möndlulykt virkar æsandi á konur auk þess sem þær hjálpa körlum að auka framleiðslu karlhormóna. Kveikið á kertum með möndlulykt og settu nokkrar möndlur í skál og njótið
6. Mangó, ferskjur og jarðarber
Hvað er betra en að sökkva tönnunum í mjúkan og safaríkan ávöxt. Það er góð hugmynd að gera það sem undanfara að góðu kynlífi eða bara meðan á því stendur.
7. Egg
Egg eru ekki beint matur sem vekur einhverjar kynferðislegar langanir. En þau eru full af B5 og B6 vítamínum. Þau vítamín koma jafnvægi á hormónana og draga úr streitu sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða kynhvöt. Sumir fá sér meira að segja hrátt egg fyrir kynlíf til að auka kynhvötina og orkuna. Egg eru líka tákn um frjósemi.
8. Lifur
Lifur er rík uppspretta glútamíns, sem virkar eins og bensín fyrir ónæmiskerfið. Þannig að ef kynhvötin er ekki upp á sitt besta þá hjálpar lifur svo sannarlega til.
Það er ekkert kynþokkafullt við þennan mat, en ef þú bætir honum inn í mataræði þitt, mun líkami þinn og maki þakka þér fyrir.
Prófaðu að steikja lifrina á pönnu með lauk, kryddi og ólívuolíu til að hún bragðist betur.
9. Fíkjur
Fíkjur innihalda mikið af amínósýrum. Þær eru þekktar fyrir að auka kynhvötina og auka kynferðislegt úthald.
10. Hvítlaukur
Hvítlaukurinn inniheldur efni sem eykur blóðflæði til kynfæranna. Þess vegna er hann rosalega góður til að auka kynhvötina. Þú gætir reyndar þurft að kaupa þér myntur en þetta er alveg þess virði.
Ef lyktin er að drepa þig eða ef þú þolir ekki hvítlauk geturðu tekið hvítlaukstöflur í staðinn.
11. Súkkulaði
Fyrir utan þá staðreynd að súkkulaði eykur kynhvöt kvenna þá inniheldur það efni sem er svipað og koffín sem framleiðir notalegar tilfinningar. Eins og þær sem við upplifum þegar við erum ástfangin.
Látið hugmyndaflugið ráða. Allt frá súkkulaðistykkjum til súkkulaði fondue… bara ef það er súkkulaði.