Þú drekkur grænkálssafa og spínatsmoothie daglega, þú borðar lífrænan og glútenfrían mat með heimatilbúinni hnetumjólk og ert alveg búin/n að taka út allar mjólkurvörur, glúten, hveiti, sykur og fleira.
Þú telur þig svo sannarlega vera með mataræðið á hreinu.
En það er eitt sem oft vill gleymast. Manstu eftir að sinna og næra mikilvægasta hluta líkamans?
– Ertu ennþá með reiðar hugsanir?
– Finnst þér þú vera óverðug/ur?
– Ertu ennþá með hugsanir um sektarkennd, hræðslu, skömm, sorg eða hatur?
– Ertu að velta þér upp úr peningum, eða peningaleysi réttara sagt?
– Áttu erfitt með að fyrirgefa?
– Er hugur þinn á fullu í reiði og tengdum tilfinningum og áttu erfitt með að róa þig niður?
Allir grænir drykkir í heiminum geta ekki komið í veg fyrir svona hugsanir, allar þessar neikvæðu hugsanir.
Buddah sagði einu sinni: „What we think we become“
Líkamar okkar eru eins og útprentun af okkar hugarástandi þannig að það sem við hugsum kemur til með að koma í ljós á einhverjum stað í líkamanum.
Hver einasta hugsun okkar (og þær eru á bilinu 40 til 60 þúsund á hverjum degi) hafa áhrif á líkamann og okkar líkamlegu viðbrögð, og einnig tilfinningar okkar.
Ef við viljum virkilega vera heilbrigð þá er hugurinn fyrsti staðurinn sem við þurfum að byrja á.
Heilbrigður, rólegur, skýr og jákvæður hugur er eins og tré sem hefur staðið lengi og hefur afar djúpar rætur
Ef rætur…
Lesa meira HÉR