Sumir leyfa hundinum sínum aldrei að koma upp í rúm á meðan aðrir sofa með hundinn uppi í rúmi á hverri einustu nóttu.
Við höfum oft heyrt sagt að fólk sofi ekki eins vel þegar hundurinn er líka í rúminu – og svo þykir mörgum það afskaplega sóðalegt og telja það hvorki hollt né gott fyrir okkur.
En er þetta alveg rétt?
Og ættum við að alfarið að sleppa því að taka hundinn upp í á nóttunni?
Hundinn upp í rúm – segja rannsóknir
Rannsókn sem framkvæmd var við Mayo Clinic í Arizona í Bandaríkjunum sýnir fram á að það geti haft góð áhrif á svefninn að leyfa fjórfætta vininum að sofa uppi í rúmi hjá sér. Og þótt sérfræðingar í svefnvandamálum hafi til margra ára haldið því fram að hundar trufli stórlega svefninn þá er það víst ekki rétt.
Svo allir þeir sem hingað til hafa tekið hundinn upp í með sér á kvöldin þurfa ekki að hætta því. Málið er nefnilega að það er talið gott bæði fyrir þig og hundinn sjálfan.
Hér eru 6 ástæður fyrir því að sofa með besta vininn hjá sér
1. Hjálpa til við svefnleysi
Nærvera þeirra skapar ró, öryggi og minnkar streitu – sem sagt alla þá þætti sem eru líklegir til að halda fyrir þér vöku.
2. Veita þér hlýju og notalegheit
Hlýjir líkamar þeirra og þörfin fyrir að hjúfra sig þétt upp að þér veitir þér hlýju á köldum vetrarnóttum. Auk þess hefur stöðugur andardráttur þeirra róandi áhrif.
3. Hjálpa til við að berjast gegn þunglyndi
Hundarinn þinn veitir þér óskilyrta ást. Hann spyr ekki erfiðra spurning, elskar þig eins og þú ert og gagnrýnir þig ekki. Á erfiðum tímum getur hundurinn þinn bjargað sálarlífinu.
4. Veita þér öryggistilfinningu
Það veitir þér öryggistilfinningu að vita til þess að það er einhver með þér í herberginu sem er með næma heyrn og vakir yfir þér. Flestir hundar gelta og/eða urra þegar þeir heyra óvænt hljóð eða ef/þegar einhver ókunnugur nálgast.
5. Draga úr streitu og kvíða
Að hjúfra sig að fjórfætta vininum dregur úr streitu og kvíða en þjálfaðir hjálparhundar hafa einmitt sýnt að nærvera þeirra dregur úr streitu. Hið jákvæða viðhorf þeirra er smitandi og næm athyglisgáfan er hughreystandi og róandi.
6. Þetta er líka gott fyrir hundinn
Hundurinn elskar ekkert meira en einmitt þig – og það að fá að kúra með þér uppi í rúmi er toppurinn á tilverunni. Með því að fá að vera uppi í rúmi hjá þér fær hundurinn sömu notalegu tilfinninguna frá þér og þú frá honum. Þetta er sem sagt vinningsstaða fyrir báða aðila.