Magnesíum hefur verið kallað „the miracle mineral“ og „the spark of life“ en þetta steinefni er mjög nauðsynlegt fyrir okkur öll.
Magnesíum hjálpar til við heilbrigði beina og er einnig mjög gott fyrir hjartað. En einhverra hluta vegna er því miður oft litið framhjá þessu efni þegar hugað er að heilsunni.
Hvað gerir magnesíum fyrir okkur?
– Það er gott fyrir æðar og vöðva.
– Byggir upp og styrkir bein.
– Gerir hringrás blóðsins auðveldari.
– Hjálpar okkur að sofa, ná tökum á stressi og hjálpar geðheilsunni t.d. varðandi þunglyndi og tilfinningalegan stöðugleika.
– Nauðsynlegt fyrir þrek/þol hjá íþróttafólki.
Hver eru merki þess að magnesíum skortur sé í líkamanum hjá þér?
– Þróttleysi í vöðvum, skjálfti eða krampar.
– Óreglulegur hjartsláttur, t.d aukinn hjartsláttur.
– Veikari bein.
– Höfuðverkur.
– Hár blóðþrýstingur.
Hvað er hægt að gera þegar líkamann skortir magnesíum?
Best er auðvitað að hafa mataræðið þannig að það innihaldi nægjanlegt magn af magnesíum. En margir borða mat sem er fyrirfram unninn. Þá er voða lítið eftir af þessum nauðsynlegu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarf til að starfa rétt og vera heilbrigður.
Ofeldun á mat og algengar meltingatruflanir koma í veg fyrir að líkaminn nái að vinna magnesíum eingöngu í gegnum fæðuna.
Hérna eru nokkrar uppástungur um hvað þú átt að láta ofaní þig til að fá magnesíum úr mat.
Best er…
Lesa meira HÉR