Ef þú ert ekki morgunmanneskja að eðlisfari þá mun þetta kannski hvetja þig til þess að hætta að snúsa og hreinlega stökkva á fætur á morgnana.
Nýleg rannsókn sýnir nefnilega fram á að þeir sem fara á fætur að meðaltali klukkan sjö á morgnana standi sig betur í vinnu, eru síður þunglyndir og eiga síður í baráttu við aukakílóin en nátthrafnarnir.
Standa sig betur í öllu
Þeir sem vakna á morgnana eru líka sagðir röskari að ganga í hlutina og klára verkefni sín frekar en þeir sem sofa fram eftir.
Í rauninni sýnir rannsóknin að þeir sem vakna snemma standi sig yfirleitt betur í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.
Átt þú erfitt með að vakna á morgnanna? Hér eru sjö frábær ráð til að hjálpa þér að koma þér á fætur!