Oftar en ekki er það talið veikleikamerki að gráta og sýna tilfinningar. En sérfræðingurinn William H. Frey á Regions spítalanum í St. Paul í Minnesota vill þó meina að grátur sé styrkleikamerki.
Dr. Frey segir að gráturinn sé ekki aðeins viðbrögð líkamans við sorg og gremju heldur sé það einfaldlega hollt fyrir alla að gráta.
Ekki byrgja allt inni
Grátur er okkar náttúrulega leið til að draga úr tilfinningalegu álagi. Þannig að ef við leyfum tárunum ekki að trilla – og byrgjum allt inni hefur það neikvæð áhrif á bæði líkama okkar og sál. Með því aukum við hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum sem og öðrum streitutengdum sjúkdómum.
En af hverju gerir það okkur sterk að gráta? Hér eru nokkrar ástæður
Það lætur þér líða vel
Í rannsókn sem Dr. Frey framkvæmdi kom í ljós að konur gráta að meðaltali fimm til sex sinnum í mánuði meðan karlmenn gráta einu sinni til tvisvar á sama tímabili.
Þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum eða upplifir vanlíðan safnast upp orka innra með þér sem síðan brýst út í gráti, nákvæmlega eins og þegar vatn brýtur sér leið í gegnum stíflu. En í staðinn fyrir að byrgja allt inni, umvefðu þá tárin og leyfðu þeim að koma. Þér mun líða miklu betur á eftir.
Það fjarlægir eiturefni og slæma orku
Það er ekki bara það að grátur sé ákveðin leið til að tjá tilfinningar, því Dr. Frey segir að með því að gráta losum við okkur við eiturefni og slæma orku úr líkamanum sem hefur safnast saman vegna streitu. Grátur lækkar því blóðþrýstinginn og minnkar kvíða. Þetta er því engin smá losun.
Það gerir þig mannlega/n
Það er ekkert öflugra en að gráta fyrir framan einhvern. Það þarf virkilega sterka manneskju til að geta tjáð tilfinningar sínar á þennan hátt. Það er líka fordæmisgefandi því það opnar á það að fleiri þori að tjá sig á sama hátt. Það ættu allir að leyfa sér að gráta. Það er mannlegt og gerir okkur sterk!