Þaulreyndur þjálfari Biggest Loser þáttanna er með það alveg á hreinu hvort sé mikilvægara, mataræðið eða líkamsræktin.
En margir þeirra sem eru að velta þyngd sinni fyrir sér og eru að reyna passa upp á holdafarið hafa velt vöngum yfir því hvort mikilvægara sé að borða rétt eða að stunda reglulega hreyfingu.
Flestir myndu líklega segja þetta jafn mikilvægt. Og þeir sem hafa atvinnu af því að ráðleggja og hjálpa fólki sem er að reyna að léttast segðu flestir það sama.
Fyrst og fremst næringin
En Bob Harper einkaþjálfari, bókahöfundur og kynnir Biggest Loser þáttanna er ekki sammála því – ekki lengur alla vega! Harper sem lengi sá um þjálfun keppenda í Biggest Loser segist iðullega fá þessa spurning; það er hvort sé mikilvægara. Hér áður fyrr hafi hann reynt að komast hjá því að svara þessu. Eða hann hafi reynt að útskýra að það þyrfti að vera jafnvægi á milli hreyfingar og mataræðis.
En nú þegar hann sjálfur kominn yfir fimmtugt finnst honum tími til kominn að ræða þetta hreinskilnislega. Svar Harper kemur eflaust einhverjum á óvart, sérstaklega í ljósi þess að hann er einkaþjálfari. Hann segir þetta nefnilega fyrst og fremst snúast um næringuna. Harper leggur ríka áherslu á að þetta snúi 80 prósent að því hvað við látum ofan í okkur og síðan séu hin 20 prósentin líkamsrækt eða hreyfing.
Þar höfum við það!
Hér má sjá örstutt viðtal við Bob Harper þar sem hann tjáir sig um þetta.