Hjónin Ludmilla og Oleg eru 80 og 83 ára en láta það ekki standa í veginum fyrir því að sýna listdans á skautum. Þau eru margfaldir heimsmeistarar og Ólympíumeistarar svo þau kunna þetta vel en að gera þetta svona glæsilega á þessum aldri er aðdáunarvert.
Sjáðu hvað þau líða fallega um svellið og lipurðin og þokkinn gjörsamlega lekur af þeim.
Við segjum bara: Pant fá að vera svona flott á þessum aldri!