Með aldrinum fækkar augnhárunum gjarnan hjá konum og þau verða minni og ekki eins þétt. Til að bregðast við því nota margar konur gerviaugnhár þegar þær vilja gera sig fínar og taka þau síðan aftur af.
Að vakna tilbúin um augun á hverjum morgni
En það er til önnur aðferð, en sú að líma á sig gerviaugnhár fyrir eitt og eitt skipti, til að fá löng og falleg augnhár. Þessi aðferð nýtur sífellt meiri vinsælda. Hér erum við auðvitað að tala um augnháralengingu – sem krefst þess ekki að augnhárin séu tekin af. Þú vaknar glæsileg um augun á hverjum morgni og þarft ekki einu sinni að nota maskara.
Aðferðin felst í því að augnhárin eru límd eitt og eitt á eigin augnhár. Þessi hár eru aðeins grófari en þín eigin og alveg kolsvört, sem gerir maskarann óþarfan. Þess utan eru þau aðeins bogin upp á við þannig að það er eins og þau séu vel upp brett þegar þau eru komin á.
Ætlum að bjóða einni konu í augnháralengingu
Kokteill og Snyrtistofan Garðatorgi ætla að bjóða einni konu, sem á þarf að halda, í augnháralengingu.
Ef þér finnst þú þurfa á því að halda að fara í augnháralengingu láttu okkur þá vita og hver veit nema þú verðir fyrir valinu.
Ekki slæmt að vakna tilbúin og flott á hverjum morgni með löng, þétt og uppbrett augnhár!