Yfir hátíðarnar borða margir mat sem þeir eru ekki annars vanir að neyta í miklu magni.
En á þessum tíma er gjarnan bæði mikið saltað og reykt á borðum. Þetta fer ekki vel í suma og þembast þeir upp og líkaminn safnar vatni.
Hægt að koma í veg fyrir þetta
Með því að borða réttu fæðuna með hátíðarmatnum má vinna á móti þessu og koma í veg fyrir uppþembu. Vissar fæðutegundir geta hjálpað til við meltinguna á þessum mat og haft stjórn á natríum magninu. En líkaminn bregst illa við of miklu salti .
Þessar 7 fæðutegundir geta hjálpað þér að losna við uppþembu eftir saltan eða reyktan hátíðarmat
Bananar – en þeir innihalda kalíum sem hefur góð áhrif á natríummagnið og getur haft stjórn á því. Natríum bindur vatn í líkamanum en kalíum hins vegar hefur áhrif á það og kemur á jafnvægi. Ef þú vaknar uppþembd/ur eftir veisluna kvöldið áður er gott ráð að fá sér banana í morgunmat eða skella honum út í hafragrautinn.
Aðrar fæðutegundir sem eru ríkar af kalíum eru avókadó, kíví, appelsínur og pistasíuhnetur.
Aspas – er frábær fæða við uppþembu. Hann hjálpar til við að losa líkamann við auka vatn sem felst í því að þú þarft oftar að pissa. Þá inniheldur hann einnig trefjar sem ýta undir vöxt góðra baktería í líkamanum og það eitt og sér hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu jafnvægi í þarmaflórunni.
Þá er hrein jógúrt líka góð, en hún hjálpar til við að koma jafnvægi á meltinguna.
Ef uppþemba angrar þig eftir vissan mat ættirðu að gæta þess að eiga alltaf eitthvað af þessum sjö fæðutegundum í eldhúsinu.
Og hér eru þær aftur:
Bananar
Aspas
Avókadó
Kíví
Appelsínur
Jógúrt
Pistasíuhnetur