Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er hreint með ólíkindum að þessi kona sé orðin 65 ára gömul.
Hún varð heimsfræg í kringum 1980 þegar hún birtist þrisvar í röð á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated Swimsuit. En hún hefur í gegnum tíðina birst á forsíðum meira en 500 tímarita.
Christie og Billy
Þá varð Christie enn meira áberandi á sínum tíma er hún gekk að eiga stórsöngvarann Billy Joel árið 1994 en hjónaband þeirra entist í níu ár. Christie á eitt barn með Billy og tvö með seinni eiginmönnum sínum.
Hvert er leyndarmálið?
Hvernig fer þessi flotta þriggja barna móðir að því að halda sér svona vel? Í viðtali við usmagazine.com deilir Christie leyndarmálinu á bak við unglegt útlitið.
Hún borðar eitt epli á dag
Alltaf. Hún segir að sé epli borðað 20 mínútum fyrir mat valdi trefjarnar í eplinu því að maður verði fyrr saddur og borði því minna.
Hún notar ekki þurrt púður á andlitið
Talkúmið í þurra púðrinu sest í fínar línur og gerir þær sjáanlegri. Kremkenndari vörur gera meira fyrir eldri húð og fela misfellur í húðinni.
Hún notar hárlengingar
Þess vegna er hár hennar svona mikið og glæsilegt. En hún segir hár sitt hafa þynnst töluvert og þetta hjálpi því mikið. Hún bendir þó á að nota þurfi góða vöru því sé þess ekki gætt getur það leitt til frekari hármissis.
Hún snarlar skynsamlega
Christie er vegan og hún sneiðir hjá of miklum sykri og salti. Hún mælir með því að setja frosin bláber í blandarann til að svala sætindaþörfinni því það sé eins og að gæða sér á ís.
Hún djúphreinsar húðina reglulega
Mikilvægt er hreinsa húðina vel og fjarlægja dauðar húðfrumur. Þetta segist hún hafa gert í 40 ár og hún byrjar hvern dag á því að hreinsa húðina. Þá segir hún líka nauðsynlegt að gefa húðinni raka og næringu. Og andlitsmaska notar hún reglulega.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar Christie sat enn einu sinni fyrir hjá Sports Illustrated Swimsuit – í þetta sinn 63 ára og með dætrum sínum.