Blessuð fullnægingin hefur oft komið til tals í gegnum tíðina. Hún hefur verið rædd á kaffistofum landsmanna, í saumaklúbbum, í vinahópum og Guð má vita hvar. Hún hefur líka verið tíð umræðan um af hverju konur eru oft lengi að fá það, hversu erfitt þær eigi með að það, eða hvort þær fái fullnægingu yfir höfuð.
Ástæðurnar geta verið margar
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Ástæðurnar geta verið margar en eitt er víst og það er að kvenpeningurinn virkar allt öðruvísi en karlarnir þegar kemur að kynlífinu. Til dæmis fer það alveg eftir því hvar konan er í tíðarhringnum hversu auðvelt hún á með að fá fullnægingu. Við ætlum samt ekki að fara nánar út í það hér. En að öllu jöfnu þurfa konur lengri og dýpri örvun en menn til að vera tilbúnar í ástarleikinn.
Einn stuttur
En hvað með „shortara“. Er möguleiki fyrir konur að fá fullnægingu þegar taka á einn stuttan? Já, heldur betur. Það þarf kannski að beita nokkrum brögðum, en það er vel þess virði.
Hér eru fimm aðferðir til að kalla fram fullnægingu á fimm mínútum sem kynfræðingurinn Tracey Cox tók saman
Notið sleipiefni
Þetta er algert skilyrði. Kynlífið yrði annars sársaukafullt vegna þess að það er enginn tími fyrir kynfæri konunnar til að blotna á hefðbundinn hátt.
Bætið við titrara
Ekkert lætur konu fá fullnægingu á jafn skjótan og áhrifaríkan hátt og titrari sem haldið er við snípinn. Í munnmökum er gott að setja titrarann upp við kinnina á honum.
Breytið um aðferðir
Ef fyrsta mínútan líður án þess að þið finnið fjölina ykkar skulið þið breyta til. Rokkið á milli tungu, handa, samfara og leikfanga.
Prófið nýja hluti
Næmi okkar fyrir nýjungum í kynlífinu er fljót að minnka. Nýtt jafngildir spennu. Verið því ófeimin við að reyna hluti sem þið hafið ekki gert áður – bindið hvort annað, farið í eitthvað kynþokkafullt eða setjið erótíska mynd í tækið.
Gerið það sjáf
Enginn kallar fram skjótari fullnægingu hjá þér en þú sjálf(ur). Ef þú átt í erfiðleikum á síðustu metrunum skaltu taka málið í þínar hendur og segja félaganum að gera slíkt hið sama. Það þýðir ekki að þið séuð lélegir elskuhugar aðeins að sjálfs sé höndin hollust.
Sigga Lund