Þakklæti er nokkuð sem við ættum öll að temja okkur.
Ekki bara annað slagið – heldur ALLTAF!
Að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur getur bætt lífið svo um munar allt árið um kring. Þakklæti skiptir mun meira máli en margir halda.
Hér eru 9 góðar ástæður fyrir því hversu mikilvægt er að temja sér þakklæti
1. Fólki mun líka betur við þig
Bara það að segja „takk fyrir“ eða „þakka þér fyrir“ virkar hvetjandi á fólk. Það er líka auðveld leið til að hefja samræður og getur með tímanum dýpkað vinskap.
2. Þú sefur betur
Að hugsa um það sem þú ert þakklát/ur fyrir eykur gæði svefnsins. En samkvæmt könnun sem gerð var árið 2009 og birtist í Journal of Psychosomatic kom í ljós að þakklæti hjálpar þér að sofa lengur og þú vaknar úthvíldari en ella.
3. Þú bætir andlega líðan þína
Rannsóknir hafa leitt í ljós að þakklæti dregur úr þunglyndi og jafnvel sjálfsmorðshugleiðingum.
Ekki nóg með það, því ef þú ástundar þakklæti dregur þú einnig úr leiðinda tilfinningum eins og gremju og öfund.
4. Þú bætir líkamlegu heilsu þína
Að temja sér þakklæti hefur gífurlega góð áhrif á líkamann. Sérfræðingar segja að það lækki blóðþrýstinginn, bæti ónæmiskerfið og dragi úr verkjum í líkamanum.
Og samkvæmt sérfræðingum hefur þakklát fólk meira að segja heilbrigðari hjarta.
5. Þú hefur meiri orku til að ná markmiðum þínum
Að vera þakklát/ur getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Í rannsókn sem birt var í Journal of Personality and Social Psychology segir að þeir sem haldi svokallaða þakklætis-dagbók séu ákveðnari og hafa meiri orku, eldmóð og úthald en þeir sem gera það ekki.
6. Þú verður betri leiðtogi/stjórnandi
Starfsfólk sem finnur þakklæti frá yfirmönnum sínum er meira skapandi en starfsfólk sem finnur það ekki, samkvæmt vísindamönnum við Wharton háskólann í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Í könnun sem þar var gerð kemur í ljós að þeir starfsmenn sem upplifa þakklæti á vinnustað eru um það bil 50% afkastameiri en aðrir.
7. Þú jafnar þig hraðar á erfiðum tímum
Að vera þakklát/ur stuðlar að andlegum styrk og það hjálpar til við stjórn á streitu, jafnvel á erfiðum tímum. Í könnun sem gerð var árið 2006 kom í ljós að hermenn sem höfðu tamið sér þakklæti þjáðust síður af áfallastreituröskun en aðrir.
8. Þú finnur síður fyrir streitu
Í könnun sem var gerð á meðal eldri borgara kom í ljós að þeir einstaklingar sem voru þakklátir fyrir lífsskeið sitt höfðu minni einkenni streitu í lífi sínu á efri árum. Jafnvel þótt þeir hefðu búið við fátækt og erfiðar aðstæður.
Þakklæti dregur úr streitu!
9. Þér líður betur með sjálfa/n þig
Í könnun sem gerð var árið 2015 kom í ljós að þeir sem eru þakklátir hafa mun meira sjálfstraust en þeir sem eru það ekki. Það hafa reyndar margar aðrar rannsóknir einnig sýnt fram á. Sumar sýna fram á að þakklæti dragi úr þörf fyrir samkeppni og þeirri þörf að bera sig stanslaust saman við annað fólk.
Þakklæti dregur líka úr öfund þar sem þú ert þakklát/ur fyrir það sem þú hefur í lífinu.
Temdu þér þakklæti
Það má fara margar leiðir til að auka þakklæti í lífi sínu. Hvort sem þú velur að skrifa það sem þú ert þakklát/ur fyrir í dagbók, hugleiða það eða sýna það í verki, þá er þakklæti ein einfaldasta, fljótasta og áhrifaríkasta leiðin til að bæta líf þitt núna.
Heimildir inc.com