Hún er hógvær en kraftmikil þessi unga hæfileikaríka stúlka sem er þáttakandi í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent.
Hin 13 ára Laura mætti í prufur á dögunum og heillaði dómarana algjörlega upp úr skónum – enda fékk hún gullhnappinn frá Mel B og Simon Cowell sagðist aldrei hafa séð og heyrt annað eins.
Salurinn heillaðist líka af þessari ungu stúlku og mátti sjá fólk þerra tárin.
Við höfum áður fjallað um þessa stúlku og þegar við heyrðum í henni í fyrsta sinn gátum við vart trúað því að þessi fullorðinsrödd kæmi út úr þessum unga 13 ára líkama.
Laura er fædd og uppalin í Bandaríkjunum en er af rúmenskum ættum og talar fullkomna rúmensku.