Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí?
Ekkert að mínu mati, þrátt fyrir að það sé margt sem kemst nálægt því. En góður koss… er einfaldlega best í heimi.
En vissir þú þetta um kossa?
Kossaflens bætir húðina, eykur blóðflæði, hindrar tannskemmdir og getur jafnvel linað hinn versta höfuðverk.
Kelerí og kossar auka endorfínflæðið í líkamanum, en endorfín er okkar náttúrulega verkjalyf. Þegar það leysist úr læðingi er talið að það sé um 200 sinnum öflugra en einn skammtur af morfíni. Kossar eru því ágætis „vímugjafi“.
Kossar bera bakteríur. Mömmukoss getur borið á milli hér um bil 300 mismunandi bakteríur og djúpur og langur koss um það bil milljón.
Venjulegur einstaklingur eyðir um það bil 15 dögum af lífi sínu í það að kyssa.
Kossar minnka streitu. Með tímanum, og tíðum kossum, þá dregur líkaminn úr stresshórmóninu kortísól en of mikið magn af því í líkamanum getur haft neikvæðar afleiðingar á heilsuna.
Kossar brenna kaloríum. Við djúpan koss (sleik) notarðu 34 mismunandi vöðva í andlitinu. Stuttur eyðir nokkrum kaloríum en ástríðufullur brennir um það bil 26 kaloríum á mínútu.
Varir eru með næmustu líkamshlutunum. Þær eru 100 sinnum næmari en fingurgómarnir, jafnvel kynfærin eru ekki jafn næm og varir okkar.
Það er því um að gera að kyssast sem oftast.