Marc Mero er fyrrverandi „wrestler“ og boxari en í dag ferðast hann víða um Bandaríkin með uppbyggilega fyrirlestra og þá sérstaklega fyrir ungt fólk.
Í þessu myndbandi talar hann um ást sína á móður sinni sem hann segist ekki hafa sýnt nægilega nærgætni og umhyggju meðan hún lifði. Hann mátti ekkert vera að því að tala við mömmu sína og þóttist ekki þekkja hana þegar hún mætti á leiki til að hvetja hann áfram. Einu manneskjuna sem hafði alla tíð trú á honum!
Var of seint
Eftir öllu þessu sér hann en það var of seint… því hann missti hana áður en hann áttaði sig.
„Ég vildi ég gæti talað við þig – ég vildi að þú gætir séð hvað ég er að gera í dag. Af hverju var ég ekki betri sonur?“
Og unglingarnir hágráta, enda tilfinningaþrunginn fyrirlestur.
Hann bendir síðan unglingunum á að fara heim og segja foreldrum sínum hversu vænt þeim þykir um þá.
„Segið foreldrum ykkar að þið elskið þá“!