Ekki láta töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig. Þetta er bara tala og hún segir ekki allt um þig.
Þegar talan þín hækkar hraðar en þú vildir er samt engin ástæða til þess að einblína á hana og finnast þú orðin/n gömul/gamall.
Ekki hugsa þannig
Ef þér finnst og ef þú hugsar stöðugt um hvað þú ert gömul/gamall þá eru allar líkur á því að þú verðir það fyrr en ella. Ekki eyða orkunni og dýrmætum tíma af lífi þínu í að velta þér upp úr þessari tölu. Lífið er allt of stutt og dýrmætt til þess.
Ekki drífa í einhverju og taka fljótfærnislegar ákvarðanir af þér finnst tíminn vera að hlaupa frá þér. Tíminn er dýrmætur svo nýttu hann vel og skynsamlega.
Viskan
Notaðu viskuna sem þú hefur öðlast með hverri tölu sem bætist við afmæliskortið ár hvert til þess að skilja að lífið er hér og nú og því er ætlað til þess að við lifum því lifandi. Njóttu augnabliksins og vertu í núinu!
Aldur þinn er bara tala og ekki láta þessa tölu stjórna því hvað þú gerir, hvernig þú klæðir þig, hvernig þú greiðir þér, hvert þú ferð og hvernig þér líður. Þú þarft ekkert að breyta þér þótt talan hækki. Vissulega þá breytist sumt óhjákvæmilega en ekki láta töluna hafa þau áhrif á huga þinn að allt breytist hjá þér.
Þakklæti
Líkami þinn tekur breytingum eftir því sem talan hækkar – en það hefur hann líka gert alveg frá því þú fæddist. Það getur vel verið að þér líki ekki við þessar breytingar sem fylgja hærri tölu á afmæliskortinu en þá er um að gera að nota viskuna til að sætta sig við það og umvefja þessa nýju ásýnd.
Það getur samt verið hægara sagt en gert að umvefja hærri aldur og allar þær líkamlegu breytingar sem honum fylgja en það er samt betra að fá að vera í sínum gamla líkama en að hann sé tekinn frá manni.
Þakkaðu fyrir að fá að vera hér og nú.
Þakkaðu fyrir að líkaminn eldist.
Þakkaðu fyrir hvern nýjan dag því hver nýr dagur færir okkur ný tækifæri og ný ævintýri.
Þakkaðu fyrir að talan á afmæliskortinu hækki – en ekki láta hana skilgreina þig!