Að fá nægan svefn er afar mikilvægt upp á heilsuna að gera.
En góður svefn er síður en svo sjálfsagður hlutur og því fær maður að kynnast enn betur með aldrinum.
Það er ekkert sjálfsagt að sofna vært um leið og maður leggur höfuðið á koddann, hvað þá að vakna úthvíldur og ferskur. En talið er nauðsynlegt að fá á milli sjö og átta stunda samfelldan svefn á hverri nóttu.
Einföld lífræn blanda
Ýmsar leiðir eru notaðar til að bæta gæði svefnsins, allt frá svefntöflum til náttúrulegri leiða. Hér er góð og náttúruleg aðferð sem hefur reynst mörgum vel en hún hjálpar þér bæði að slaka á sem og að finnast þú full/ur af orku þegar þú vaknar um morguninn.
Þessi aðferð er einföld náttúruleg blanda sem inniheldur aðeins 2 hráefni – og bætir hún svefninn og hjálpar þér auk þess að sofna fljótt og vel.
Það eina sem þú þarft er Himalaya salt og lífrænt hunang. En saltið inniheldur 84 steinefni sem eru líkamanum nauðsynleg. Það hefur jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn og kemur jafnvægi á melatónín og serótónín magn líkamans. Kostir saltsins eru löngu þekktir fyrir hin fjölmörgu heilsufarslegu áhrif sín.
Svona er aðferðin
Þú þarft:
1 tsk af bleiku Himalaya salti
5 tsk af lífrænu hunangi
Þú blandar þessu tvennu saman og setur í lokað glerílát (t.d. krukku).
Á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa tekur þú 1 teskeið og setur undir tunguna.
Leyfir þessu síðan að leysast rólega upp í munninum.
Og sefur svo vært… og vaknar alveg úthvíld/ur!