Þær syngja um appelsínuhúð og sigin brjóst og gera stólpagrín að sjálfum sér.
En boðskapurinn er sá að þær eru sáttar í eigin skinni og þurfa ekki á einhverjum að halda sem ekki kann að meta þær og þeirra þroska. Enda ljúka þær laginu á þeim nótum að þær séu guðdómlegar.
Þetta myndband hefur farið sigurför um netheima enda ansi margar konur í heiminum sem þekkja þetta allt saman 😀