Stundum er svo hentugt að geta hent í eitthvað einfalt… og gott. Það þarf ekki alltaf að flækja hlutina og svo hefur maður heldur ekki alltaf tíma til að standa í stórræðum.
Á mínu heimili eru brownies, eða brúnkur, alltaf jafn vinsælar og ekki síður þegar einhverju er bætt við þær eins og hér er raunin. Þetta er eiginlega alveg syndsamlega gott.
Það sem þarf
Brownie deig (ég nota frá Betty Crocker en það má auðvitað gera sitt eigið)
20 Oreo kexkökur
½ bolla vanillu frosting (líka frá Betty Crocker)
½ bolla muldar Oreo kexkökur
Heita súkkulaðisósu og vanilluís
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Útbúið brownie deigið eins og leiðbeiningar á pakkanum segja – eða gerið ykkar eigið deig.
Setjið helminginn af brownie deiginu í stóra góða pönnu sem má fara inn í ofn. Dreifið vel úr deiginu.
Raðið Oreo kökunum yfir.
Og setjið svo restina af deiginu yfir kökurnar.
Setjið þá vanillu frosting kremið yfir og notið tannstöngul til að gera bylgjur í það.
Stráið að lokum helmingnum af mulda kexinu yfir.
Látið pönnuna síðan inn í ofn og bakið í 25 mínútur.
Leyfið kökunni að kólna í 10 mínútur.
Setjið að lokum vanilluís, heita súkkulaðisósu og restina af mulda kexinu yfir.
Mmmm… og njótið svo í botn!
Hér í myndbandinu má svo sjá hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is