Það er ekki ofsögum sagt að æfingin skapar meistarann en það sannast einmitt hér á þessari ungu stúlku.
Hún mætti í áheyrnarprufur fyrir nýjustu þáttaröð America´s Got Talent en var stoppuð í miðju lagi af Simon Cowell sem bað hana að syngja annað lag. Eftir það hleyptu dómararnir henni áfram.
Þegar hún mætti svo aftur í von um að komast í undanúrslit og söng fyrir dómarana sagðist hún vilja sýna þeim allt sem hún gæti og hún væri búin að undirbúa sig með miklum æfingum og mikilli vinnu.
Það er óhætt að segja að sú vinna hafi skilað sér því hún fékk standandi lófatak hjá bæði salnum og öllum fimm dómurunum og flaug áfram í undanúrslitin.
Hér syngur hin 21 árs gamla Yoli lagið Love on the Brain sem söngkonan Rihann söng.
Gæsahúðar flutningur!