Það er alltaf gaman að bera fram vel skreytta og fallega köku.
En þrátt fyrir að það leiki í höndunum á sumum að baka getur það stundum reynst erfiðara að skreyta.
Sniðugt
Þess vegna sýnum við ykkur hér afar einfalda leið til þess að skreyta köku.
Hver man ekki eftir gamla góða og litríka kökuskrautinu, þetta sem var svo mikið notað þegar maður var krakki!
Það er nákvæmlega það sem er notað hér.
Svona þekur þú heila köku með kökuskrauti
Aðferð:
Bakaðu köku og útbúðu krem að eigin vali. Smyrðu kreminu á hliðarnar fyrst og veltu kökunni upp úr kökuskrauti sem þú hefur dreift úr. Þegar þú hefur náð góðri þekju setur þú krem á toppinn og stráir kökuskrauti yfir.
Notaðu spaða og meira skraut til að jafna út kantana. Þetta gæti ekki verið einfaldara.