Flestir vita hversu góðar sítrónur eru fyrir ónæmiskerfið og til að nota í og með mat. Þá er heitt sítrónuvatn einnig fastur liður í morgunrútínunni hjá mörgum.
En sítrónur má nota í svo ótalmargt fleira og þær geta gert gagn á svo marga vegu.
Hér eru tólf snilldar leiðir til að nota sítrónur
1. Til að losna við vonda lykt úr ísskápnum
Settu safa úr sítrónu á bómullarhnoðra eða á lítinn svamp og láttu það vera inni í ísskáp í nokkra tíma. En hentu auðvitað fyrst úr ísskápnum öllu því sem þig grunar að valdi lyktinni.
2. Til að lækka blóðþrýstinginn
Í sítrónum er kalíum sem hefur jákvæð áhrif á háan þrýsting.
3. Til heilsubótar í heitu vatni á hverjum morgni
Fyrir ónæmiskerfið, magann og fleira.
4. Til að koma í veg fyrir nýrnasteina
Að drekka óblandaðan sítrónusafa eða blandaðan með vatni er talið geta unnið gegn því að steinar myndist í nýrunum.
5. Fyrir húðina
Sítrónuvatn getur haft góð áhrif á húðina og þá átt þátt í því að hún eldist ekki jafn hratt – en þar eru andoxunarefnin í sítrónunum að verki.
6. Til að losna við sýkingar í hálsi
Prófaðu að gorgla sítrónuvatn ef þú finnur til í hálsinum.
7. Við öldrunarblettum í húðinni
Settu sítrónusafa beint á svæðið sem þú vilt meðhöndla og leyfðu því að vera í 15 mínútur á húðinni. Hreinsaðu síðan húðina vel á eftir.
8. Til að fá ljósar strípur í hárið
Settu sítrónusafa vítt og breitt um hárið og vertu úti í sólinni. Þvoðu síðan hárið vel á eftir. Einnig má blanda ¼ bolla af sítrónusafa saman við ¾ bolla af vatni og setja í hárið. Setjast síðan út í sólina og láta hárið þorna. Þvo hárið svo vel á eftir.
Þetta þarf að endurtaka nokkrum sinnum til að hámarka árangurinn.
9. Við handsnyrtinguna
Blandaðu saman ½ bolla af sítrónusafa og 1 bolla af volgu vatni. Settu hendurnar ofan í vatnið í 5 mínútur – snyrtu síðan naglaböndin og nuddaðu neglurnar með sítrónuberki.
10. Til að losna við flösu
Nuddaðu 2 matskeiðum af sítrónusafa í hárrótina og hreinsaðu síðan með vatni. Blandaðu því næst 1 teskeið af sítrónusafa við einn bolla af vatni og skolaðu hárið með því.
Endurtaktu þetta daglega þar til flasan hverfur.
11. Við þynnkuhausverk og öðrum höfuðverk
Sítrónusafi með nokkrum teskeiðum af heitu tei getur virkað vel á höfuðverk.
12. Við andfýlu
Skolaðu munninn með sítrónusafa og spýttu síðan safanum.
Ef þú vilt hins vegar gera áhrifin enn meiri kyngdu þá safanum eftir að þú skolar munninn – en það skilar enn frískari lykt. Hafðu samt í huga að sítrónur fara illa með glerunginn á tönnunum svo gera þarf varúðarráðstafanir.